År

ranges from 1,899 to 2,018

Medvirkende

Emneord

Vis som: Liste Billeder

 • Klip Se Filmen Sprangað í Eyjum

  Sprangað í Eyjum

  1924, Vestmannaeyjar, 2:45 min., Þögul

  Íþróttamannslegur maður er látinn síga í reipi tugi metra niður háa kletta. Svo sprangar hann af hjartans list. Ungir drengir fylgjast með. Vestmannaeyjabær sést í bakgrunni. Sprangaranum er...

 • Klip Se Filmen Um borð í síldveiðiskipi

  Um borð í síldveiðiskipi

  1924, Siglufjörður, 1:41 min., Þögul

  Síldveiði með hringnót árið 1924. Áhafnir tveggja nótabáta leggja nót á lygnum sjó. Hringnótin er dregin upp að skipshliðinni. Sjórinn kraumar af síld sem hífð er um borð í skipið. Þar er svo...

 • Klip Se Filmen Uppskipun á síld

  Uppskipun á síld

  1924, Siglufjörður, 1:12 min., Þögul

  Síldveiðiskip við bryggju á Siglufirði. Síldinni er mokað upp úr lestinni í hjólbörur og kör. Köttur hefur runnið á lyktina og fær loks að smakka á góðgætinu.

 • Klip Se Filmen Síldin kverkuð og söltuð

  Síldin kverkuð og söltuð

  1924, Siglufjörður, 1:58 min., Þögul

  Fjöldi kvenna bograr yfir síldartrogunum. Þær kverka og salta með hröðum handtökum. Karlarnir fylgjast með, brýna hnífa, moka salti og flytja tunnurnar.

 • Klip Se Filmen Hamagangur á síldarplaninu

  Hamagangur á síldarplaninu

  1924, Akureyri, 2:09 min., Þögul

  Myndefni frá Höpfnerplani í innbænum á Akureyri. Síldartunnum er rúllað í halarófu eftir bryggjunni. Mörg þúsund tunnur mynda fjöll umhverfis hafnarsvæðið. Konurnar salta af fullum krafti og...

 • Klip Se Filmen Á sveitabæ 1924

  Á sveitabæ 1924

  1924, Sveitabær, 2:54 min., Þögul

  Lífið á gömlum torfbæ árið 1924. Barn fangar lamb í hlaðinni rétt. Ær með lömb í réttinni. Heyskapur. Karlar slá með orfi og ljá en konur raka og snúa. Heyið er bundið í sátur og flutt heim á...

 • Klip Se Filmen Konur mjólka og strokka

  Konur mjólka og strokka

  1924, Sveitabær, 1:11 min., Þögul

  Kýr mjólkaðar í höndum utandyra um hásumar. Mjólkinni er helt í strokk. Kona strokkar undir húsvegg. Kötturinn fær mjólk í undirskál og er klappað af ungri heimasætu.

 • Klip Se Filmen Réttir að hausti

  Réttir að hausti

  1924, Suðurland, 1:55 min., Þögul

  Rekstur og réttir. Kindur, menn, hestar og hundar. Féð dregið í dilka. Hrútar stangast á úti á túni.

 • Klip Se Filmen Heyskapur á Hvanneyri

  Heyskapur á Hvanneyri

  1924, Hvanneyri, 3:03 min., Þögul

  Heyskapur á Hvanneyri í Borgarfirði. Börn hlaupa um túnið og reyna að hjálpa til við heyskapinn. Kraftalegur maður brýnir ljáinn og slær vel sprottið tún. Heyvinnslutæki dregin af hestum. Hey...

 • Klip Se Filmen Nautgripir á Hvanneyri

  Nautgripir á Hvanneyri

  1924, Hvanneyri, 0:47 min., Þögul

  Ungt fólk kemur með fötur úr fjósi. Sællegar kýr reknar í haga að loknum mjöltum. Ungir menn kljást við myndarlegt naut. Bændaskóli var stofnaður á Hvanneyri árið 1889 en í dag er þar...

 • Klip Se Filmen Útflutningur á hrossum

  Útflutningur á hrossum

  1924, Reykjavíkurhöfn, 1:42 min., Þögul

  Hrossakaupmenn og hross í Reykjavík. Hestarnir eru hífðir um borð í skip og ofan í lest. Mest var flutt út af hrossum til Bretlands og Danmerkur.

 • Klip Se Filmen Konur í þjóðbúningum

  Konur í þjóðbúningum

  1924, Reykjavík, 1 min., Þögul

  Konur í íslenskum þjóðbúningum. Í myndskeiðinu má sjá stúlkur í peysufötum tína blóm úti í náttúrunni. Kona í skautbúning stillir sér upp í Alþingisgarðinum. Til eru fimm klæðagerðir sem taldar...

Pages