
Bjargsig í undirbúningi
Að síga í björg er aldagömul hefð á Hornströndum. Ungir og gamlir undirbúa sigið. Mennirnir treysta böndin og halda með búnað sinn upp á björgin. Einnig er sýnt hvernig svartfugl er veiddur í...
Að síga í björg er aldagömul hefð á Hornströndum. Ungir og gamlir undirbúa sigið. Mennirnir treysta böndin og halda með búnað sinn upp á björgin. Einnig er sýnt hvernig svartfugl er veiddur í...
Vestfirskir sjómenn ná í kúskel með svo kölluðum skeljaplóg. Kúfiskurinn var notaður til beitu. Mennirnir klæða sig í skinnklæði og róa út til fiskjar. Selir stinga sér til sunds af skerjunum...
Rekaviður var notaður í ýmiskonar listiðnað á Hornströndum. Úr viðnum voru m.a. smíðaðir askar, trog, skjólur og kistlar og voru þessir hlutir oft fagurlega útskornir.
Trjáreki var löngum mikil búbót fyrir Hornstrendinga. Hér má sjá hvernig rekaviðurinn er sóttur í fjöruna og fluttur heim á hestum. Áður fyrr var allur viðurinn sagaður og unninn í höndunum en...
Gamlar hefðir lifa góðu lífi á Hornströndum. Askar, trog og tau er þvegið í bæjarlæknum. Kýrin er mjólkuð úti á túni og ullarreifi breidd til þerris. Þá er slegið með orfi og ljá.
Vegna einangrunar byggðarinnar er verkmenning á Hornströndum víða með fornu yfirbragði. Í Hornstrandamynd Ósvaldar má sjá forna búskaparhætti sem viðgengust þar enn um miðja 20. öldina. Eldri...
Hornstrandir eru erfiðar yfirferðar og víðast hvar engir akvegir. Sjóleiðin hefur verið algengasti samgöngumátinn fyrir íbúa svæðisins. Þar má þó finna gamlar göngu- og reiðleiðir. Sýnt er frá...
Sagt frá landnámi á Hornströndum og órjúfanlegum tengslum íbúanna þar við hafið. Myndefni tekið af sjó og landi, brattar hlíðar og þverhnípt fuglabjörg.
Inngangurinn í Hornstrandamynd Ósvaldar Knudsen. Sagt er frá einangrun svæðisins, staðháttum og landslagi. Myndefnið sýnir brött fjöll, klettóttar og brimsorfnar strendur.
Lent er með sjóflugvél á Bíldudal. Þá má sjá ýmislegt myndefni af bænum og bæjarlífinu á Patreksfirði.
Myndefni frá Snæfellsnesi. Meðal annars má sjá myndskeið frá Hellissandi, börn vinna við heyskap og fuglabjörg.
Árið 1891 var Fróðárkirkja flutt til Ólafsvíkur. Hún varð því að Ólafsvíkurkirkju hinni eldri og var vígð tveimur árum eftir flutninginn. Myndskeiðið sýnir mannlíf og útsýni yfir kaupstaðinn....