
Gert að fiski í Reykjavíkurhöfn
Það er ys og erill í höfninni þegar skip og bátar landa góðum afla. Gert er að á staðnum og afurðirnar fluttar áfram til sölu og útflutnings.
Það er ys og erill í höfninni þegar skip og bátar landa góðum afla. Gert er að á staðnum og afurðirnar fluttar áfram til sölu og útflutnings.
Myndskeið Óskars Gíslasonar frá fjölsóttu víðavangshlaupi í Reykjavík. Endaspretturinn er hlaupinn meðfram tjörninni og komið í mark í Lækjargötu.
Lúðrasveit Reykjavíkur spilar í sumarblíðu á Austurvelli.
Álfabrenna í Reykjavík um miðja síðustu öld. Nokkrum flugeldum er skotið á loft. Áður fyrr var algengt að nota neyðarblys og sólir úr skipum til að skreyta himininn á gamlárskvöld, en það er...
Ys og erill á Lækjartorgi. Farþegar Strætisvagna Reykjavíkur drífa sig upp í vagnana. Þá lokast dyrnar og strætó brunar af stað til að halda áætlun.
Hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins. Mikill mannfjöldi hefur safnast saman á Austurvelli þar sem forseti Íslands ávarpar fólkið. Blómsveigur er lagður á leiði hins óþekkta sjómanns í...
Sjómannadagssamkoma í björgunarskýli Slysavarnarfélags Íslands í Örfirisey þar sem nokkrum þjóðþekktum einstaklingum bregður fyrir. Þá má sjá Jórunni Viðar spila opinberlega en um þetta leiti...
Mannfjöldi hefur safnast saman við Háskóla Íslands. Þaðan er haldið fylktu liði norður eftir Suðurgötu. Mynd Óskars Gíslasonar endar hér en mögulega hefur skrúðgangan haldið að leiði...
Jökulár í Öræfasveit hafa löngum reynst mönnum mikill farartálmi. Farið er yfir jökulár á hesti, með dráttarvél og jeppa. Þá eru sýndar brýr sem byggðar höfðu verið yfir kvíslóttar árnar.
Sagt er frá helstu jöklum og kennileitum í Öræfasveit og sýndar myndir m.a. af Breiðamerkurjökli, Fjallsá, Fjallsárjökli, Miðaftanstindi og af jökullónum. Lag Magnúsar Blöndal Jóhannessonar,...
Myndir af fuglum og gróðri í Öræfasveit. Ósjálfbjarga skúmsungar og nokkrar tegundir steinbrjóta.
Myndefni frá bænum Kvísker í Öræfum. Kvískerjabræður, móðir þeirra og systur eru við störf á bænum. Sagt er og sýnt frá merku skordýra- og fuglasafni Hálfdáns á Kvískerjum.