Sýna sem: Lista Myndir

 • Myndir SJÁ MYND
  Hornstrandir

  Hornstrandir

  1954, 30 min., Tal

  Mynd Ósvaldar Knudsen um náttúru og mannlíf á Hornströndum. Sagt er frá lifnaðarháttum fólks og aðstæðum. Meðal annars má sjá bjargsig og eggjatöku, vinnslu rekaviðar og hefðbundinn útskurð.

 • Myndskeið SJÁ MYND Sunnudagur á Hornströndum

  Sunnudagur á Hornströndum

  1954, Hornstrandir, 0:39 min., Tal

  Séra Jónmundur messar yfir söfnuði sínum á Hornströndum. Að messu lokinni býður hann söfnuðinum kaffisopa.

 • Myndskeið SJÁ MYND Vestfirskt landslag

  Vestfirskt landslag

  1954, Hornstrandir, 1:25 min., Tal

  Inngangurinn í Hornstrandamynd Ósvaldar Knudsen. Sagt er frá einangrun svæðisins, staðháttum og landslagi. Myndefnið sýnir brött fjöll, klettóttar og brimsorfnar strendur.

 • Myndskeið SJÁ MYND Hornstrandir af sjó

  Hornstrandir af sjó

  1954, Hornstrandir, 1:28 min., Tal

  Sagt frá landnámi á Hornströndum og órjúfanlegum tengslum íbúanna þar við hafið. Myndefni tekið af sjó og landi, brattar hlíðar og þverhnípt fuglabjörg.

 • Myndskeið SJÁ MYND Samgöngur á Hornströndum

  Samgöngur á Hornströndum

  1954, Hornstrandir, 2:37 min., Tal

  Hornstrandir eru erfiðar yfirferðar og víðast hvar engir akvegir. Sjóleiðin hefur verið algengasti samgöngumátinn fyrir íbúa svæðisins. Þar má þó finna gamlar göngu- og reiðleiðir. Sýnt er frá...

 • Myndskeið SJÁ MYND Verkmenning á Hornströndum

  Verkmenning á Hornströndum

  1954, Hornstrandir, 2:40 min., Tal

  Vegna einangrunar byggðarinnar er verkmenning á Hornströndum víða með fornu yfirbragði. Í Hornstrandamynd Ósvaldar má sjá forna búskaparhætti sem viðgengust þar enn um miðja 20. öldina. Eldri...

 • Myndskeið SJÁ MYND Búskapur á Hornströndum

  Búskapur á Hornströndum

  1954, Hornstrandir, 1:31 min., Tal

  Gamlar hefðir lifa góðu lífi á Hornströndum. Askar, trog og tau er þvegið í bæjarlæknum. Kýrin er mjólkuð úti á túni og ullarreifi breidd til þerris. Þá er slegið með orfi og ljá.

 • Myndskeið SJÁ MYND Rekaviður

  Rekaviður

  1954, Hornstrandir, 2:48 min., Tal

  Trjáreki var löngum mikil búbót fyrir Hornstrendinga. Hér má sjá hvernig rekaviðurinn er sóttur í fjöruna og fluttur heim á hestum. Áður fyrr var allur viðurinn sagaður og unninn í höndunum en...

 • Myndskeið SJÁ MYND Útskurður

  Útskurður

  1954, Hornstrandir, 1:27 min., Tal

  Rekaviður var notaður í ýmiskonar listiðnað á Hornströndum. Úr viðnum voru m.a. smíðaðir askar, trog, skjólur og kistlar og voru þessir hlutir oft fagurlega útskornir.

 • Myndskeið SJÁ MYND Vestfirskir sjómenn

  Vestfirskir sjómenn

  1954, Hornstrandir, 3:29 min., Tal

  Vestfirskir sjómenn ná í kúskel með svo kölluðum skeljaplóg. Kúfiskurinn var notaður til beitu. Mennirnir klæða sig í skinnklæði og róa út til fiskjar. Selir stinga sér til sunds af skerjunum...

 • Myndskeið SJÁ MYND Bjargsig í undirbúningi

  Bjargsig í undirbúningi

  1954, Hornstrandir, 2:13 min., Tal

  Að síga í björg er aldagömul hefð á Hornströndum. Ungir og gamlir undirbúa sigið. Mennirnir treysta böndin og halda með búnað sinn upp á björgin. Einnig er sýnt hvernig svartfugl er veiddur í...

 • Myndskeið SJÁ MYND Sigið í björg

  Sigið í björg

  1954, Hornbjarg, 2:05 min., Tal

  Bjargsig á Hornströndum. Sigmaðurinn var kallaður fyglingur og var hann látinn síga niður af bjargbrúninni í kaðli til að tína egg.

Pages