Sýna sem: Lista Myndir

 • Myndskeið SJÁ MYND Vetrarríki bóndans

  Vetrarríki bóndans

  1939, Ísland, 2:49 min., Þögul

  Snæviþakið landslag, foss í baksýn. Kindur ganga yfir hjarnið heim í fjárhús og þar sem þeim er gefið gefið hey á garða. Í fjósinu eru kýrnar burstaðar og þeim er gefið. Hestarnir krafsa úti í...

 • Myndskeið SJÁ MYND Þórbergur á Hringbrautinni

  Þórbergur á Hringbrautinni

  1961, Reykjavík, 2:23 min., Tal

  Fylgst er með daglegum athöfnum Þórbergs Þórðarsonar á heimili hans við Hringbraut. Skáldið hefur ákveðna reglu á lífi sínu og skrifar öll sín verk með blekpenna. Í lok myndskeiðsins má sjá...

 • Myndskeið SJÁ MYND Þjóðminjavörður á göngu

  Þjóðminjavörður á göngu

  1965, Reykjavík, 1:36 min., Tal

  Matthías Þórðarson þjóðminjavörður kemur út úr Safnahúsinu við Hverfisgötu. Hann gengur að nýja Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í fylgd Dr. Kristjáns Eldjárns. Á tröppunum við Háskóla Íslands...

 • Myndskeið SJÁ MYND Vestmannaeyjar, útsýni

  Vestmannaeyjar, útsýni

  1950, Vestmannaeyjar, 1:44 min., Þögul

  Útsýnismyndir úr flugvél á björtum sumardegi. Sjá má aðflug til Vestmannaeyja og lendingu á flugvellinum þar. Einnig útsýnismyndir teknar úr Heimaey yfir bæinn og höfnina.

 • Myndskeið SJÁ MYND Hitaveitutankar í Öskjuhlíð

  Hitaveitutankar í Öskjuhlíð

  1946, Reykjavík, 1:49 min., Þögul

  Fólk í skoðunarferð við hitaveitutankanna í Öskjuhlíð. Í hópnum eru nokkrir framámenn úr stjórnmála- og viðskiptalífinu. Tankarnir eru nýsteyptir og verið er að steypa stokka sem munu leiða...

 • Myndskeið SJÁ MYND Kol tekin úr kolagröf

  Kol tekin úr kolagröf

  1955, Skaftárhreppur, 1:51 min., Tal

  Kolin voru oftast tekin upp daginn eftir að þau voru brennd. Þá var gengið frá grafarstæðinu þannig að nánast engin ummerki sæjust um kolagerðina.

 • Myndskeið SJÁ MYND Kveikt í kolagröfinni

  Kveikt í kolagröfinni

  1955, Skaftafell, 3:13 min., Tal

  Sýnt er frá kolagerð í Skaftárhreppi. Þegar búið var að höggva, kvista og kurla viðinn var gerður bálköstur og kveikt í. Þegar tekið var að skíðloga í kestinum var mold mokað yfir og þjappað vel.

 • Myndskeið SJÁ MYND Kolagröf tekin

  Kolagröf tekin

  1955, Skaftafellshreppur, 1:43 min., Tal

  Kolagerðarmennirnir taka gröf til að brenna kolin í. Þá var viðurinn kurlaður, þ.e. allar greinar hoggnar af og raðað saman eftir stærð. Húsfreyja færir mönnunum hressingu. Tveir drengir...

 • Myndskeið SJÁ MYND Viðarhögg fyrir kolagerð

  Viðarhögg fyrir kolagerð

  1955, Skaftafellshreppur, 2:16 min., Tal

  Hentugur staður er fundinn fyrir kolagerð. Mennirnir höggva birkitré og búta hríslurnar niður. 

 • Myndskeið SJÁ MYND Kolagerð undirbúin

  Kolagerð undirbúin

  1955, Skaftafell, 2:23 min., Tal

  Sýnt er frá í Skaftafellssýslu þar sem tveir menn búa sig til farar í skóglendi til að höggva tré og gera kol. Þeir taka með sér lýsi til til uppkveikju og var lýsið geymt í íláti sem búið var...

 • Myndskeið SJÁ MYND Búskapur á Hornströndum

  Búskapur á Hornströndum

  1954, Hornstrandir, 1:31 min., Tal

  Gamlar hefðir lifa góðu lífi á Hornströndum. Askar, trog og tau er þvegið í bæjarlæknum. Kýrin er mjólkuð úti á túni og ullarreifi breidd til þerris. Þá er slegið með orfi og ljá.

 • Myndskeið SJÁ MYND Samgöngur á Hornströndum

  Samgöngur á Hornströndum

  1954, Hornstrandir, 2:37 min., Tal

  Hornstrandir eru erfiðar yfirferðar og víðast hvar engir akvegir. Sjóleiðin hefur verið algengasti samgöngumátinn fyrir íbúa svæðisins. Þar má þó finna gamlar göngu- og reiðleiðir. Sýnt er frá...

Pages