Sýna sem: Lista Myndir

 • Myndskeið SJÁ MYND Sjómannadagssamkoma SVFÍ

  Sjómannadagssamkoma SVFÍ

  1950, Örfirisey, 1:44 min., Þögul

  Sjómannadagssamkoma í björgunarskýli Slysavarnarfélags Íslands í Örfirisey þar sem nokkrum þjóðþekktum einstaklingum bregður fyrir. Þá má sjá Jórunni Viðar spila opinberlega en um þetta leiti...

 • Myndskeið SJÁ MYND Gengið frá Háskóla Íslands

  Gengið frá Háskóla Íslands

  1946, Háskóli Íslands, 1:31 min., Þögul

  Mannfjöldi hefur safnast saman við Háskóla Íslands. Þaðan er haldið fylktu liði norður eftir Suðurgötu. Mynd Óskars Gíslasonar endar hér en mögulega hefur skrúðgangan haldið að leiði...

 • Myndskeið SJÁ MYND Jökulár

  Farartálmar og brýr í Öræfasveit

  1950, Öræfasveit, 1:02 min., Tal

  Jökulár í Öræfasveit hafa löngum reynst mönnum mikill farartálmi. Farið er yfir jökulár á hesti, með dráttarvél og jeppa. Þá eru sýndar brýr sem byggðar höfðu verið yfir kvíslóttar árnar.

 • Myndskeið SJÁ MYND Jöklar í Öræfasveit

  Jöklar í Öræfasveit

  1950, Breiðamerkurjökull, 1:09 min., Tal

  Sagt er frá helstu jöklum og kennileitum í Öræfasveit og sýndar myndir m.a. af Breiðamerkurjökli, Fjallsá, Fjallsárjökli, Miðaftanstindi og af jökullónum. Lag Magnúsar Blöndal Jóhannessonar,...

 • Myndskeið SJÁ MYND Kvísker í Öræfum

  Kvísker í Öræfum

  1950, Kvísker í Öræfum, 1:37 min., Tal

  Myndefni frá bænum Kvísker í Öræfum. Kvískerjabræður, móðir þeirra og systur eru við störf á bænum. Sagt er og sýnt frá merku skordýra- og fuglasafni Hálfdáns á Kvískerjum.

 • Myndskeið SJÁ MYND Fagurhólsmýri

  Fagurhólsmýri

  1950, Fagurhólsmýri, 3:40 min., Tal

  Flugvél lendir á flugvellinum á Fagurhólsmýri. Sagt frá Helga bónda og rafstöðvum sem hann smíðaði. Sýnt er frá heyskap í mýri. Votlendið er slegið með orfi og ljá. Börnin vaða mýrina upp í...

 • Myndskeið SJÁ MYND Á lunda í Ingólfshöfða

  Á lunda í Ingólfshöfða

  1950, Ingólfshöfði, 1:53 min., Tal

  Ekið er á jeppa yfir sandleirur að Ingólfshöfða en hann er um 1200 m. að lengd og 76 m. hár. Þar eru ýmsar tegundir sjófugla, svo sem fýll, langvía og lundi. Sýnt er hvernig maður háfar lunda úr...

 • Myndskeið SJÁ MYND Selveiði í net

  Selveiði í net

  1950, Öræfasveit, 0:42 min., Tal

  Menn draga net með selum og rota þá á söndunum sunnan Öræfajökuls.

 • Myndskeið SJÁ MYND Mjólkurhús að Hofi í Öræfum

  Mjólkurhús að Hofi í Öræfum

  1950, Hof í Öræfum, 1:47 min., Tal

  Gömul torfkirkja og burstabæir að Hofi í Öræfum. Þar voru stundaðir fornir búskaparhættir. Kona handmjólkar kú í fjósi. Í mjólkurhúsi er mjólkin skilin í skilvindu, rjómi strokkaður og skyr gert...

 • Myndskeið SJÁ MYND Ferming að Hofi í Öræfum

  Ferming að Hofi í Öræfum

  1950, Hof í Öræfum, 2:21 min., Tal

  Hópur fólks ríður heim að kirkjunni á Hofi í Öræfum. Fólkið er prúðbúið, margar kvennanna í íslenskum búningum og ríða þær í söðlum. Fermingarbörn í hvítum kirtlum ganga inn í lágreista...

Pages