Sýna sem: Lista Myndir

 • Myndskeið SJÁ MYND Grunnar fornra kirkjubygginga í Skálholti

  Grunnar fornra kirkjubygginga í Skálholti

  1956, Skálholt, 1:50 min., Tal

  Vegna fyrirhugaðrar kirkjubyggingar var farið í eina umfangsmestu rannsókn á einum minjastað á Íslandi til þess tíma. Hún hófst árið 1952 með uppgreftri á kirkjugrunnum í Skálholti með...

 • Myndskeið SJÁ MYND Refurinn og sauðkindin

  Refurinn og sauðkindin

  1961, Reykjanes, 0:32 min., Tal

  Sagt er frá ágangi refa í íslensku sauðkindina. Dráp rebba á kindum og lömbum hafa gert hann réttdræpan hvar sem hann finnst.

 • Myndskeið SJÁ MYND Lömbin og lágfóta

  Lömbin og lágfóta

  1959, Suðurland, 1:28 min., Tal

  Lömbin þurfa að sjá um sig sjálf í afréttinum en lágfóta er sjaldan langt undan. Hún hefur yrðlinga í greni og þarf að sjá þeim fyrir fæðu.

 • Myndskeið SJÁ MYND Hjásetur

  Hjásetur

  1959, Suðurland, 4:27 min., Tal

  Ungur smali situr yfir ánum ásamt hundi sínum. Hann matast í litlum hellisskúta. Í mal sínum hefur hann flatkökur og smjör, kjötmeti, pönnukökur og mjólk í flösku. Hann rekur féð heim í kvíaból...

 • Myndskeið SJÁ MYND Fráfærur

  Fráfærur

  1959, Undir Eyjafjöllum, 2:48 min., Tal

  Lömbin eru tekin frá ánum. Þau eru höfð úti og vöktuð í nokkra daga á meðan þau venjast móðurleysinu. Þá eru þau rekin á afrétt og skilin þar eftir það sem eftir lifir sumars.

 • Myndskeið SJÁ MYND Smalað og rúið

  Smalað og rúið

  1959, Undir Eyjafjöllum, 1:55 min., Tal

  Fénu er smalað í rétt og rúið áður en því er rekið á afrétt. Oftast var ánum haldið undir rúningunni en stundum var notað sauðband til að binda fætur þeirra.

 • Myndskeið SJÁ MYND Grágæsamamma og fleiri fuglar

  Grágæsamamma og fleiri fuglar

  1959, Mývatn, 2:10 min., Tal

  Grágæs með nokkra unga í hreiðri. Einnig má sjá myndskeið af rjúpu í sumarbúningi, fálka, óðinshana, lómi, álftum og ýmsum andategundum.

 • Myndskeið SJÁ MYND Hreiður

  Hreiður

  1959, Heiðmörk, 2:13 min., Tal

  Þrastarhreiður með nokkrum sísvöngum ungum. Foreldrarnir færa ungunum snigla og maðka og snyrta til í hreiðrinu. Þá er líka sýnt hreiður maríuerlu sem gætir unganna sinna með hvikulum augum.

 • Myndskeið SJÁ MYND Sýnishorn af fuglum Íslands

  Sýnishorn af fuglum Íslands

  1959, Skaftafell, 1:55 min., Tal

  Skúmurinn í Skaftafelli ver unga sína og hreiður. Sýnt er frá varpi ýmissa fuglategunda. Kría, spói, lóa, stelkur, tjaldur og hrossagaukur liggja á eggjum.

 • Myndskeið SJÁ MYND Ungviðið að vori

  Ungviðið að vori

  1959, Ísland, 2:23 min., Tal

  Á meðan bóndinn brýnir ljáinn leika börnin sér að leggjum og skeljum. Kúnum er hleypt úr fjósi með tilheyrandi stökkum og skvettum. Folöld, kettlingar og hvolpar.

 • Myndskeið SJÁ MYND Hrossarekstur og mótekja

  Hrossarekstur og mótekja

  1959, Ísland, 1:15 min., Tal

  Hrossastóð rekið á afrétt. Þá eru sýnd ýmis bústörf svo sem ávinnsla á túnum, mótekja og hvernig taðið er malað í taðkvörninni áður en því er dreift sem áburði á túnin. 

 • Myndskeið SJÁ MYND Sauðburður

  Sauðburður

  1959, Undir Eyjafjöllum, 1:28 min., Tal

  Sýnt frá sauðburði. Ærin sem ber er tvílemba. Bæði lömbin eru hvít og karar ærin þau af natni.

Pages