Sýna sem: Lista Myndir

 • Myndskeið SJÁ MYND Tjaldað í Landmannalaugum

  Tjaldað í Landmannalaugum

  1948, Landmannalaugar, 1:05 min., Þögul

  Ungir menn í óbyggðaferð matreiða nýveiddan silung við tjaldbúðir sínar í Landmannalaugum.

 • Myndskeið SJÁ MYND Portúgalska skipið Ourem á strandstað

  Portúgalska skipið Ourem á strandstað

  1941, Rauðarárvík, 1:48 min., Þögul

  Í lok febrúar árið 1941 strandaði portúgalska flutningaskipið Ourem í miklu óveðri í Rauðarárvík. Áhöfninni, alls 19 manns, var bjargað í land. Myndskeiðið sýnir björgun farmsins sem aðallega...

 • Myndskeið SJÁ MYND Gert að fiski í Reykjavíkurhöfn

  Gert að fiski í Reykjavíkurhöfn

  1942, Reykjavíkurhöfn, 0:53 min., Þögul

  Það er ys og erill í höfninni þegar skip og bátar landa góðum afla. Gert er að á staðnum og afurðirnar fluttar áfram til sölu og útflutnings.

 • Myndskeið SJÁ MYND Víðavangshlaup í Reykjavík

  Víðavangshlaup í Reykjavík

  1956, Fríkirkjuvegur, 1:55 min., Þögul

  Myndskeið Óskars Gíslasonar frá fjölsóttu víðavangshlaupi í Reykjavík. Endaspretturinn er hlaupinn meðfram tjörninni og komið í mark í Lækjargötu.

 • Myndskeið SJÁ MYND Álfabrenna í Reykjavík

  Álfabrenna í Reykjavík

  1950, Reykjavík, 0:31 min., Þögul

  Álfabrenna í Reykjavík um miðja síðustu öld. Nokkrum flugeldum er skotið á loft. Áður fyrr var algengt að nota neyðarblys og sólir úr skipum til að skreyta himininn á gamlárskvöld, en það er...

 • Myndskeið SJÁ MYND Strætisvagnar Reykjavíkur

  Strætisvagnar Reykjavíkur

  1956, Lækjartorg, 2:09 min., Stum

  Ys og erill á Lækjartorgi. Farþegar Strætisvagna Reykjavíkur drífa sig upp í vagnana. Þá lokast dyrnar og strætó brunar af stað til að halda áætlun.

 • Myndskeið SJÁ MYND Sjómannadagur í Reykjavík

  Sjómannadagur í Reykjavík

  1950, Hólavallagarður, 2:40 min., Þögul

  Hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins. Mikill mannfjöldi hefur safnast saman á Austurvelli þar sem forseti Íslands ávarpar fólkið. Blómsveigur er lagður á leiði hins óþekkta sjómanns í...

 • Myndskeið SJÁ MYND Sjómannadagssamkoma SVFÍ

  Sjómannadagssamkoma SVFÍ

  1950, Örfirisey, 1:44 min., Þögul

  Sjómannadagssamkoma í björgunarskýli Slysavarnarfélags Íslands í Örfirisey þar sem nokkrum þjóðþekktum einstaklingum bregður fyrir. Þá má sjá Jórunni Viðar spila opinberlega en um þetta leiti...

 • Myndskeið SJÁ MYND Gengið frá Háskóla Íslands

  Gengið frá Háskóla Íslands

  1946, Háskóli Íslands, 1:31 min., Þögul

  Mannfjöldi hefur safnast saman við Háskóla Íslands. Þaðan er haldið fylktu liði norður eftir Suðurgötu. Mynd Óskars Gíslasonar endar hér en mögulega hefur skrúðgangan haldið að leiði...

 • Myndskeið SJÁ MYND Jökulár

  Farartálmar og brýr í Öræfasveit

  1950, Öræfasveit, 1:02 min., Tal

  Jökulár í Öræfasveit hafa löngum reynst mönnum mikill farartálmi. Farið er yfir jökulár á hesti, með dráttarvél og jeppa. Þá eru sýndar brýr sem byggðar höfðu verið yfir kvíslóttar árnar.

 • Myndskeið SJÁ MYND Jöklar í Öræfasveit

  Jöklar í Öræfasveit

  1950, Breiðamerkurjökull, 1:09 min., Tal

  Sagt er frá helstu jöklum og kennileitum í Öræfasveit og sýndar myndir m.a. af Breiðamerkurjökli, Fjallsá, Fjallsárjökli, Miðaftanstindi og af jökullónum. Lag Magnúsar Blöndal Jóhannessonar,...

Pages