Sýna sem: Lista Myndir

 • Myndskeið SJÁ MYND Fánahylling við Laugarvatn

  Fánahylling við Laugarvatn

  1951, Laugarvatn, 2:47 min., Þögul

  Svipmyndir frá Laugarvatni og nágrenni. Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskólans, vinnur á skrifstofu sinni. Klukkan hringir og nemendurnir eru kallaðir til fánahyllingar fyrir...

 • Myndskeið SJÁ MYND Hverabrauð

  Hverabrauð

  1951, Laugarvatn, 1:29 min., Þögul

  Nemendur ganga í fylkingu frá skólanum að hverasvæði. Hverabrauð tekið upp úr sjóðheitum jarðvegi og annað grafið í jörð til að baka og sækja síðar.

 • Myndskeið SJÁ MYND Kennslustund í Húsmæðrakennaraskólanum

  Kennslustund í Húsmæðrakennaraskólanum

  1951, Laugarvatn, 2:21 min., Þögul

  Nemendur standa upp þegar kennari mætir. Í kennslustundinni læra nemendur að nota ferskt grænmeti. Salatblöðum og skornum tómötum er raðað í skál og snyrtilega framreitt. Stúlkurnar glósa...

 • Myndskeið SJÁ MYND Pönnukökur og fjallagrasaflatbrauð

  Pönnukökur og fjallagrasaflatbrauð

  1951, Laugarvatn, 1:56 min., Þögul

  Nemendur við Húsmæðrakennaraskóla Íslands við Laugarvatn æfa sig í pönnukökubakstri. Þá er sýnt hvernig setja má fjallagrös í flatkökudeigið.

 • Myndskeið SJÁ MYND Fjallagrös

  Fjallagrös

  1951, Laugarvatn, 0:44 min., Þögul

  Nemendur í Húsmæðrakennaraskóla Íslands við Laugarvatn hreinsa fjallagrös úti í garðinum við Lindina.

 • Myndskeið SJÁ MYND Kálgarðar við Laugarvatn

  Kálgarðar við Laugarvatn

  1951, Laugarvatn, 2:19 min., Þögul

  Nemendur Húsmæðrakennaraskólans vinna í matjurtagörðum, kál tekið upp og gulrætur. Hænur og svín eru í stíum við skólann. Svínunum gefið að éta utandyra. Þá eru myndarlegir blómkálshausar teknir...

 • Myndskeið SJÁ MYND Þvottar við bulland hver

  Þvottar við bulland hver

  1951, Laugarvatn, 0:40 min., Þögul

  Nemendur Húsmæðrakennaraskólans þvo þvott í heitri laug á bullandi hverasvæði. Síðan er þvotturinn hengdur til þerris í veðurblíðunni.

 • Myndskeið SJÁ MYND Nemendur njóta lífsins

  Nemendur njóta lífsins

  1951, Laugarvatn, 1:11 min., Þögul

  Nemendur Húsmæðrakennaraskólans við Laugarvatn leika sér í svörtum sandinum við volgt vatnið í sól og sumaryl.

 • Myndskeið SJÁ MYND Heitur lækur og gufubað

  Heitur lækur og gufubað

  1951, Laugarvatn, 0:41 min., Þögul

  Það er bjartur sumardagur og nemendur í Húsmæðrakennaraskóla Íslands við Laugarvatn fara í heitan læk og þaðan í gufubaðið á Laugarvatni. Stúlkurnar njóta heita vatnsins og útiverunnar.