Sýna sem: Lista Myndir

 • Myndskeið SJÁ MYND Plægt, sáð og gróðursett

  Plægt, sáð og gróðursett

  1939, 1:39 min., Þögul

  Bóndi plægir við annan mann. Plógurinn er dregin af hestum. Maður á dráttarvél með jarðvinnutæki. Korni sáð og kálplöntur gróðursettar.

 • Myndskeið SJÁ MYND Borið á túnin

  Borið á túnin

  1939, Skagafjörður, 1:54 min., Þögul

  Torf rist og þökunum staflað upp. Skít dreift á tún og vökvað. Herfi dregið af hestum um túnið og afgangs áburði dreift á þýfðan skika. Karlar, konur og börn taka þátt í bústörfunum.

 • Myndskeið SJÁ MYND Hrossaréttir

  Hrossaréttir

  1939, Skagafjörður, 1:13 min., Þögul

  Nokkrir menn ríða hratt eftir vegaslóða. Myndavélin er á pallbíl en hestunum er hleypt í rykmekkinum. Hrossastóð rekið heim að bæ. Mönnum og hrossum ægir saman í hrossaréttunum.

 • Myndskeið SJÁ MYND Æðarvarp

  Æðarvarp

  1939, Hofsós, 3:02 min., Þögul

  Sýnt frá æðarvarpi við grýtta strönd. Það er stuðlaberg í fjörunni, líklega í námunda við Hofsós. Kollur og blikar liggja á hreiðrum og leita að æti í fjörunni. Það eru egg og æðardúnn í...

 • Myndskeið SJÁ MYND Sumar í Skagafirði

  Sumar í Skagafirði

  1951, Skagafjörður, 1:26 min., Þögul

  Myndefni Hannesar Pálssonar úr Skagafirði. M.a. má sjá Hóla í Hjaltadal, Glaumbæ og fjöllin Tindastól og Mælifellshnjúk.

 • Myndskeið SJÁ MYND Ríðum heim að Hólum

  Ríðum heim að Hólum

  1951, Hólar í Hjaltadal, 1:43 min., Þögul

  Útsýnismyndir úr Skagafirði. Fjöllin Tindastóll og Mælifellshnjúkur gnæfa yfir sveitinni. Heima á Hólum eru hestar járnaðir og gestum boðið í útreiðartúr.