Stykkishólmur
Svipmyndir frá Stykkishólmi um miðja síðustu öld. Í upphafi er sýnt frá refabúi en uppistaðan í myndefninu er frá Stykkishólmi og nágrenni. Hátíðahöld eru í bænum, líklega sjómannadagur....
Svipmyndir frá Stykkishólmi um miðja síðustu öld. Í upphafi er sýnt frá refabúi en uppistaðan í myndefninu er frá Stykkishólmi og nágrenni. Hátíðahöld eru í bænum, líklega sjómannadagur....
Mannfjöldi gengur prúðbúinn frá Sjómannadagsmessu í Stykkishólmi. Maður í jakkafötum stillir sér upp fyrir myndavélina með smábarn. Svipmyndir úr bænum.
Nunnuklaustrið og Verslun Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi. Svipmyndir úr bænum og nágrenni hans.
Selkópur á steini við Breiðafjörð. Maður stillir sér upp með kópinn milli handanna. Ljósmyndari dregur stálpaðan svartfuglsunga úr holu.
Siglt milli eyja á Breiðafirði. Klettóttar eyjar, lundar og fleiri sjófuglar. Útsýni yfir Breiðafjörð og Stykkishólm af Súgandisey. Fólk spókar sig í eyjunum á fallegu sumarkvöld.
Stór hvalur flýtur í höfninni. Ungt fólk spókar sig úti í náttúrunni. Mennirnir slökkva í sinueldi.
Gengið fylktu liði með fána að kirkjunni í Stykkishólmi. Mannfjöldinn gengur inn í kirkjuna. Lúðrasveit spilar í sólskininu.
Myndskeið frá hátíðahöldum á bryggjunni í Stykkishólmi. Mannfjöldinn fylgist með mönnum keppast við að beita á línu. Farið er í kapphlaup og reiptog.
Það er erill í höfninni í Stykkishólmi þar sem vel hefur veiðst af karfa. Margir leggja hönd á plóg við uppskipun. Klaustrið setur svip á bæinn en Fransiskusystur komu til landsins árið 1935 og ...