Sýna sem: Lista Myndir

 • Myndskeið SJÁ MYND Vetur við Sogið

  Vetur við Sogið

  1954, Sogið, 0:58 min., Tal

  Dr. Kristján Eldjárn er þulur myndarinnar og segir hann frá vetrarstemningunni við Sogið. Svanirnir hafa vetursetu í snæviþöktu landslaginu.

 • Myndskeið SJÁ MYND Þjóðminjavörður á göngu

  Þjóðminjavörður á göngu

  1965, Reykjavík, 1:36 min., Tal

  Matthías Þórðarson þjóðminjavörður kemur út úr Safnahúsinu við Hverfisgötu. Hann gengur að nýja Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í fylgd Dr. Kristjáns Eldjárns. Á tröppunum við Háskóla Íslands...

 • Myndskeið SJÁ MYND Kaffi á Sögu

  Kaffi á Sögu

  1965, 1:15 min., Tal

  Jónas frá Hriflu og gamlir skólabræður hans hittast yfir kaffibolla á Hótel Sögu. Þetta eru auk Jónasar þeir Þorsteinn M. Jónsson, Snorri Sigfússon Jóhann Árnason og Þórarinn Eldjárn.

 • Myndskeið SJÁ MYND Grunnar fornra kirkjubygginga í Skálholti

  Grunnar fornra kirkjubygginga í Skálholti

  1956, Skálholt, 1:50 min., Tal

  Vegna fyrirhugaðrar kirkjubyggingar var farið í eina umfangsmestu rannsókn á einum minjastað á Íslandi til þess tíma. Hún hófst árið 1952 með uppgreftri á kirkjugrunnum í Skálholti með...

 • Myndskeið SJÁ MYND Við rætur Heklu

  Við rætur Heklu

  1967, Þjórsárdalur, 2:06 min., Tal

  Gaukshöfði er útvörður Þjórsárdals. Víðáttumiklir skógar teygðu sig um hlíðarnar, sjá má fjölbreyttan gróður og fuglalíf. Landnámsmannabyggð var í dalnum en þessi byggð hefur orðið undir vikri...

 • Myndskeið SJÁ MYND Riðið um Þjórsárdal

  Riðið um Þjórsárdal

  1967, Þjórsárdalur, 0:51 min., Tal

  Riðið á hestum í skoðunarferð um Þjórsárdal. Efsti bærinn í dalnum sem enn er í byggð er Skriðufell. Jörðin er í eigu Skógræktar ríkisins.

 • Myndskeið SJÁ MYND Mannabein undir Hekluvikri

  Mannabein undir Hekluvikri

  1967, Þjórsárdalur, 1:11 min., Tal

  Að Skeljastöðum í austanverðum Þjórsárdal var fyrr á tímum stórbýli og kirkjustaður. Nú blása vindar vikrinum ofan af hvítnuðum beinagrindum fornra Þjórsdælinga.

 • Myndskeið SJÁ MYND Vetur í Skerjafirði

  Vetur í Skerjafirði

  1948, Reykjavík, 0:55 min., Tal

  Bátalægin í Skerjafirði eru auð og yfirgefin í vetrarhörkunum. Þegar sól hækkar á loft verður tímabært að hefja rauðmagavertíðina.

 • Myndskeið SJÁ MYND Fornleifar í Þjórsárdal

  Fornleifar í Þjórsárdal

  1967, Þjórsárdalur, 1:33 min., Tal

  Á Gjáskógum er að finna minjar sem vitna um búsetu fólks í Þjórsárdal fyrr á öldum.  Unnið er að uppgreftri á svæðinu og hafa menn fundið bæði fjós, smiðju og íbúðarhús með skála og...

 • Myndskeið SJÁ MYND Þróun byggðar í Reykjavík

  Þróun byggðar í Reykjavík

  1955, 2:12 min., Tal

  Sagt er frá þróun byggðar í Reykjavík. Sýndar eru teikningar af byggðum svæðum á mismunandi tímum og lýst hvernig bærinn breyttist úr húsaþyrpingu í höfuðstað.  

 • Myndskeið SJÁ MYND Gömul hús í Reykjavík

  Gömul hús í Reykjavík

  1955, Reykjavík, 1:57 min., Tal

  Um miðja síðustu öld stóðu margar gamlar byggingar við hlið hinna nýrri í Reykjavík. Hér eru nokkrar þeirra taldar upp, t.d. Litla-Brekka í Skerjafirði, Litla-Klöpp við Klapparstíg, Unuhús við...

 • Myndskeið SJÁ MYND Sérstakir hátíðargestir

  Sérstakir hátíðargestir

  1974, Þingvellir, 1:40 min., Tal

  Sérstakir hátíðargestir koma sér fyrir í stúku fyrir setningu þingfundar í Lögbergi á Þingvöllum. Meðal viðstaddra má sjá Gunnar Gunnarsson rithöfund, Sigurbjörn Einarsson biskup og konu hans,...

Pages